RafPro var stofnað í desember 2015.

RafPro er afurð þess að Bjarni Ingi hefur starfað að hluta til sjálfstætt frá því um árið 2000 en þó alltaf á sinni kennitölu.

RafPro var stofnað af þeim Bjarna Inga og Hauki Atla þegar að sá síðarnefndi fór að sýna sjálfstæðum rekstri áhuga og til þess að öðlast meiri þekkingu á almenna rafmagninu eftir að hafa unnið í verksmiðjurafmagni í nokkur ár.

RafPro Ehf.er með eftirfarandi upplýsingar.

Seljuskógar 8, 300 Akranes

Kt:471215-1550

Vsk.No:122423

rafpro@rafpro.is

Bjarni Ingi Björnsson

Bjarni Ingi hefur unnið við rafmagn í yfir 20 ár og komið víða við og náð sér í talsverða þekkingu.

Bjarni Ingi hefur unnið meðal annars við almenna rafvirkjun, iðnaðarrafmagn, raflagnahönnun, lýsingahönnun, stýrikerfahönnun, iðntölvuforritun, verkefnastjórn ofl. ofl. tengt rafmagni.

Bjarni Ingi er með meistararéttindi og löggildingu í rafvirkjun einnig er hann rafiðnfræðingur og með löggildingu í mannvirkjahönnun.

Haukur Atli Hjálmarsson

Haukur Atli hefur unnið við rafvirkjun í 10 ár og er með sveinspróf í rafvirkjun og stundar nám í meistaraskóla.

Haukur er búin að ná  sér í talsverða reynslu í almennu rafmagni og iðnarðarrafmagni þannig að hann er ýmsu vanur.

Haukur hefur einnig stýrt hópi rafvirkja í uppsetningu á stærstu uppsjávarverksmiðju í heimi eða hjá Varðin Pelagic í Færeyjum. þar stýrði hann þessum hópi við uppsetningu á búnaði frá Skaganum3X á Akranesi

Ingibjörg Barðadóttir

Inga er aðalbókari fyrirtækisnins og hefur hún unnið við bókhald í yfir 20 ár.

Inga er ekki bara bókari fyrirtækisins heldur er hún fjármálastjórinn og ræður því öllu í þessum rekstri.